Algengar spurningar
Perlan
“Perlan, sem stendur á hæstu hæð Reykjavíkur, er ein af mest einkennandi byggingum borgarinnar.“
Opnunartímar
Opnunartímar |
---|
Frá | Til | Ath. | |
---|---|---|---|
Undur Íslenskrar náttúru | 10:00 | 18:00 | Síðasta bókun kl. 17:30 |
Stjörnuver | 10:00 | 18:00 | |
Perlan restaurant (https://perlan.webdev.is/restaurant.is/) |
lokað | ||
Perlan café |
10:00 | 17:00 | Um helgina 12:00 - 17:00 |
Rammagerðin (http://www.rammagerdin.is/) |
12:00 | 18:00 |
Gaman að gera í Perlunni
Perlan býður upp á eitthvað við allra hæfi – frábæra skemmtun í Reykjavík.
- Sýningin: Undur íslenskrar náttúru
- Útsýnispallurinn
- Stjörnuver
- Sýningin Vatnið náttúru Íslands
- Perlan restaurant
- Perlan café
- Rammagerðin
Að komast í Perluna
Ganga: Það tekur 20-40 mínútur að ganga í Perluna frá miðbæ Reykjavíkur.
Keyra: Það tekur 5-10 mínútur að keyra í Perluna frá miðbæ Reykjavíkur. Við bjóðum öllum gestum okkar frítt bílastæði.
Strætó: Sá strætó sem stoppar næst Perlunni er númer 18.
Aðgengi
Aðgengi hjólastóla: Aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott í Perlunni.
Bílastæði: Gestir geta lagt bílum sínum frítt fyrir utan Perluna og þar eru tvö stæði ætluð hreyfihömluðum.
Hjólastóll til láns: Í Perlunni er einn hjólastóll sem gestir geta fengið að láni. Þú getur beðið um hann í móttökunni eða tekið hann frá með fyrirvara – í síma 566 9000 eða í tölvupósti: info@perlan.is
Snyrting: Í Perlunni eru tvö baðherbergi sem henta hreyfihömluðum. Annað þeirra er á hæð B (kjallari) en hitt er á fjórðu hæð.
Lyftur: Í Perlunni eru tvær lyftur.
Sýningin: Aðgengi hjólastóla á sýningunni Undur íslenskrar náttúru er gott, jafnvel í íshellinum. Við höfum tekið á móti hópum fólks í hjólastólum, sem hefur alltaf gengið vel.
Rammagerðin
Á fjórðu hæð Perlunnar hefur Rammagerðin útibú. Rammagerðin er ein elsta gjafavörubúð landsins. Þau bjóða upp á ýmsa íslenska hönnunarmuni.
Ljósmyndun & upptökur
Fyrir einkanot: Ljósmyndun og myndbandsupptaka er leyfð í Perlunni (líka á sýningunni), svo lengi sem efnið er eingöngu fyrir einkanot og truflar ekki aðra gesti Perlunnar.
Í öðrum tilgangi: Ljósmyndun og myndbandsupptaka í öðrum tilgangi (fyrir sölu, auglýsingar o.sv.frv.) er einnig leyfileg, með samþykki stjórnar Pelrunnar. Við leigjum líka út ýmsa hluta byggingarinnar til ljósmyndunar, þá oftast utan opnunartíma. Vinsamlegast sendið allar slíkar fyrirspurnir í tölvupósti: info@perlan.is
Undur Íslenskrar nátturu
Perlan hýsir einstaka sýningu á heimsmælikvarða þar sem þú upplifir & lærir um Undur íslenskrar náttúru. Útsýnispallurinn er nú hluti af safninu. Miðar á hann eru innifaldir í miðum á Undur íslenskrar náttúru.
Verð
Við seljum miða á sýninguna Undur íslenskrar náttúru þar sem aðgengi að útsýnispallinum er innifalið.
Allar upplýsingar um verð má finna hér.
Bókanir
Stundum er fullbókað á sýninguna Undur íslenskrar náttúru. Við mælum því með því að bóka miða rafrænt, hér.
Hápunktar sýningarinnar
Helstu hápunktar sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru eru:
- Alvöru íshellir
- Gagnvirk sýning um jökla
- Upplifun: Kraftar náttúrunnar
- Upplifun: Neðansjávar samfélagið
- Ljósmyndasýning eftir Ragnar Th
- Eftirmynd af Látrabjargi
- Frábær tímalína, nær yfir 64 milljón ár
- Allt um Mývatn
- Framúrskarandi tækni, vísindi, ljósmyndun & hönnun
- Sýning NMSÍ, Vatnið í náttúru íslands

Allt um íshellinn
Hitastig: -10° C
Lengd: >100 meters
Hann er alvöru: Gerður úr a.m.k. 350 tonnum af íslenskum ís & ösku.
Merkilegast að sjá: Kristal-ís, öskulög, jökulsprunga, svelgur, jöklamýs, umhverfishljóð & fleira.
Klæðnaður: Við mælum með því að klæða sig vel fyrir íshellinn. Við lánum gestum líka vesti fyrir íshellaferðirnar sem eru jafnvel góð yfir úlpu eða jakka. Engin þörf er á sérstökum skóm eða öðrum búnaði þar sem gólfið er þakið öruggum mottum.