Lifandi sýning og safnakennsla
Vatnið í náttúru
Íslands


Sýningunni er ætlað að vekja áhuga og virðingu fyrir vatni, kynna leyndardóma og undur vatnsins og mikilvægi þess fyrir farsæla framtíð og búsetu í landinu
Á sýningunni eru lifandi dýr og plöntur. Áhersla er lögð á gagnvirka miðlun og virka þátttöku gesta.
Vatn er undirstaða lífsins
Á Íslandi er gnægð vatns, kalt grunnvatn og heitir hverir, stöðuvötn og straumvötn, mýrlendi margs konar og urmull fossa og flúða.
Vatnið iðar af lífi
Skoðaðu hulinn lífheim vatnsins, smásæ dýr og plöntur, og lærðu um þróun þeirra og hlutverk í vistkerfinu.
Vatn er mikilvægt í vistkerfinu
Uppgötvaðu fjölbreytt vistkerfi ferskvatns, vatnadýr og vatnaplöntur, fengsælar laxveiðiár og heimsfræg fuglavötn.