Fullkomnasta tækni samtímans
Perlan Stjörnuver
Stórkostlega stjörnuverið okkar er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það er byggt inn í einn tank Perlunnar og er hluti sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru.
Áróra, norðurljósasýning Perlunnar fær gesti til að fljúga um sólkerfið og fjarlægar stjörnur og kynnast norðurljósum á einstakan máta. Norðurljósin dansa allt í kring og sjá gestir hvernig og af hverju þau verða til. Sýningin er fyrsta sinnar tegundar þar sem hún er framleidd sérstaklega fyrir stjörnuver.



Hágæða 8K myndkerfi
7.1 Dolby hljóðkerfi
Myndatökur eru bannaðar á meðan sýningu stendur
Einstök innsýn & upplifun
Fáðu nýja sýn á veröldina utan úr himingeimnum og sjáðu vísindaleg undur lifna við allt í kringum þig.
Upplifðu íslenska náttúru
Fljúgðu um Ísland og sjáðu hve töfrandi náttúran okkar er.
Ferðalag um himingeiminn
Heimsæktu fjarlægar stjörnur og óravíddir vetrarbrautarinnar úr notalegu sæti.