Gönguferð um framkvæmdir í Perlunni

Aðra hverja viku bjóðum við aðilum tengdum ferðaþjónustunni að koma í heimsókn í Perluna til að kynna sér framkvæmdir, sjá með eigin augum hvernig gengur og spyrja spurninga sem brenna á þeim. Meðal þess sem spurt er um er t.d. hvernig veitingasalan á fimmtu hæð verður háttað, hvenær miðasala á einstakar sýningarnar hefst, auk alls kyns spurninga um stóru sýninguna: Undur íslenskrar náttúru.

Stefnt er á að opna fyrir miðasölu í byrjun apríl, og okkur hlakkar gífurlega til að taka á móti fyrstu gestunum á jöklasýninguna, sem er fyrsti hluti sýningarinnar (stjörnuverið og aðrir hlutar stóru sýningarinnar opna árið 2018).

Við hvetjum áhugasama aðila í ferðaþjónustunni til að hafa samband við okkur með tölvupósti og panta pláss í næstu kynningar.

Translate »