Wonders of Iceland

Sjáðu æðarfuglinn: Verðmætasti fugl á Íslandi

Æðarfugl (Somateria mollissima borealis) er af ætt sjóanda (Merginae). Æðafugl er ein fárra andategunda sem elur allan aldur sinn á sjó og minnir því um margt á sjófugl frekar en önd. Hann hefur t.d. saltkirtla, líkt og svartfugl og mávur, sem gerir honum kleift að drekka sjó og losa saltið út. Til eru 5-6 undirtegundir …

Sjáðu æðarfuglinn: Verðmætasti fugl á Íslandi Lestu meira

Sjáðu skúminn: Sjóræningi við Íslandsstrendur

Skúmur (Catharacta skua, einnig Stercorarius skua) tilheyrir ættbálki strandfugla (Charadriiformes) innan kjóaættarinnar (Stercorariidae). Skúmur er um margt merkilegur fugl. Hann líkist annars vegar stórum máfi, þreklega vaxinn með sundfit á milli tánna, og hins vegar hreinræktuðum ránfugli. Skúmurinn er með óvenju beittar klær og krókbogið nef sem gerir honum kleift að drepa og rífa í …

Sjáðu skúminn: Sjóræningi við Íslandsstrendur Lestu meira

Sjáðu haförninn: Konung íslenskra fugla

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er títt nefndur konungur íslenskra fugla, enda er fullvaxta örn mikilfenglegur í sjón. Íslenski örninn er af haukaætt (Accipitridae) og er eini fulltrúi ættarinnar hér á landi. Íslenski arnarstofninn í hættu Örninn er áhugaverður fugl og saga hans er ekki síður merkileg. Hún markast af gengdarlausu hatri og ofsóknum manna gegn erninum …

Sjáðu haförninn: Konung íslenskra fugla Lestu meira

Sjáðu grágæsina: Stærsta gráa gæs veraldar

Grágæsin (Anser anser) tilheyrir fjölskyldu andfugla (Anatidae) eins og endur og svanir, en er af ættkvísl grárra gæsa (Anser) ásamt 11 öðrum tegundum. Grágæs er stærsta tegundin innan ættkvíslarinnar og stærsta gæs landsins. Fullorðinn fugl vegur 3-4 kg og er 70-90 cm að lengd. Kynin eru eins útlits en karlfuglinn er sjónarmun stærri. Grágæsin er …

Sjáðu grágæsina: Stærsta gráa gæs veraldar Lestu meira

Sjáðu spóann: Hann er Íslendingur og Afríkubúi

Spóinn (Numenius phaeopus islandicus) er af ættbálki vaðfugla (Charadriiformes) og snípuætt (Scolopacidae). Fulltrúar snípuættarinnar hér á landi eiga það sameiginlegt að vera farfuglar með sérhæfðan gogg til að afla hryggleysingja sem fæðu. Þessi sérhæfði goggur gerir það að verkum að margar tegundir vaðfugla geta sótt fæðu á sama svæði án þess að vera í samkeppni …

Sjáðu spóann: Hann er Íslendingur og Afríkubúi Lestu meira

Sjáðu álftina: Er hún ekki ævintýralega falleg?

Það er eitthvað rómantískt og ævintýralegt við svani (Cygnus) enda koma þeir fyrir í fjölmörgum sögum sem tákn hreinleika og sakleysis. Trygglyndi svanapara við hvort annað og sinn varpstað er vel þekkt og höfðar sterkt til okkar mannanna. Álft (Cygnus cygnus) er af ættbálki andfugla (Anseriformes) ásamt gæsum og ýmisskonar öndum en telst ein til …

Sjáðu álftina: Er hún ekki ævintýralega falleg? Lestu meira

Sjáðu súluna: Drottning hafsins

Tignarlegur hvítur fugl svífur yfir haffletinum þar til hann tekur sig til og stingur sér lóðrétt niður í sjóinn eftir fiski. Gusugangurinn og lætin þegar fuglinn hverfur í hafið er sjón sem enginn gleymir. Þessi fugl er að sjálfsögðu súla (Morus bassanus) sem hefur fengið viðurnefnið „drottning hafsins“ vegna fegurðar og glæsileika. Þetta er súlan …

Sjáðu súluna: Drottning hafsins Lestu meira

Translate »