Wonders of Iceland

Sjáðu gulöndina: Stærsta ferskvatnsönd landsins

Gulöndin (Mergus merganser) er af ættkvísl fiskianda (Mergus) en á Íslandi telst toppönd (Mergus serrator) einnig til þeirra ættkvíslar. Nöfnin fiskiönd og vatnsönd hafa einnig verið notuð um gulöndina í gegnum tíðina. Gulönd hefur stundum verið kölluð stóra toppönd og hvíta toppönd en þessar tegundir eru nokkuð keimlíkar í útliti. Stór og falleg fiskiönd Eins …

Sjáðu gulöndina: Stærsta ferskvatnsönd landsins Lestu meira

Sjáðu óðinshanann: Hvaðan kom hann?

Óðinshani (Phalaropus lobatus) er vaðfugl af sundhanaætt (Phalaropus) sem tilheyrir ættbálki strandfugla (Charadriiformes). Sundhanar eru lítil ætt fugla en auk óðinshana tilheyra þórshani (Phalaropus fulicarius) og freyshani (Phalaropus tricolor) ættinni. Óðinshani er farfugl sem yfirgefur landið í  hópum á haustin en kemur aftur þegar dagur lengist og vorið gengur í garð. Sundblöðkur bera ættinni óbrigðult …

Sjáðu óðinshanann: Hvaðan kom hann? Lestu meira

Sjáðu lundann á Íslandi: Þvílíkur goggur!

Lundi (Fratercula arctica) er einn hinna svokölluðu svartfugla (Alcidae) er lifa og verpa við Ísland en hinir eru teista, langvía, stuttnefja, álka og hinn sjaldgæfi haftyrðill. Heimkynni lundans eru við NA Atlantshaf og verpir hann í Grænlandi, Skotlandi, Færeyjum og Noregi en stærsti hluti stofnsins verpir á Íslandi. Fuglinn finnst einnig í Norður Ameríku, stærstu …

Sjáðu lundann á Íslandi: Þvílíkur goggur! Lestu meira

Sjáðu tjaldinn: Einn þekktasti fugl landsins

Hvert íslenskt mannsbarn þekkir tjaldinn (Haematopus ostralegus) enda er hann áberandi yfir sumartímann með sínu háværa pípi. Tjaldur er vaðfugl (Charadrii) af tjaldaætt (Haematopodidae) og er útbreiddur við strendur vestur-Evrópu en finnst einnig í austur-Evrópu og Asíu. Tjaldur er svarthvítur og einkennandi fyrir fjörur landsins Hann er auðþekktur vaðfugl enda stór og áberandi. Hann vegur …

Sjáðu tjaldinn: Einn þekktasti fugl landsins Lestu meira

Sjáðu stokköndina: Útbreiddasti andfugl heimsins

Til eru yfir hundrað tegundir af öndum en flestir Íslendingar tengja orðið önd og barnamálið „bra-bra“ við stokkönd (Anas platyrhynchos) enda er hún auðþekkt, spök og algeng við tjarnir þar sem börn gefa fuglum brauð. Stokkönd tilheyrir gásfuglum (Anseriformes) innan andaættarinnar (Anatidae) þar sem hún er ein af buslöndunum (Anatinae) sem eru stundum nefndar hálfkafarar …

Sjáðu stokköndina: Útbreiddasti andfugl heimsins Lestu meira

Sjáðu flórgoðann: Eini fiðraði goðinn á Íslandi

Flórgoði (Podiceps auritus) er af goðaætt (Podicipedidae) ásamt 20 öðrum tegundum sem tilheyra sex ættkvíslum en er eina tegundin sem finnst á Íslandi. Útbreiðsla flórgoðans er frá Skandinavíu um Eystrasaltslöndin austur um Asíu og Norður-Ameríku. Einnig finnast stöku varppör í Skotlandi. Íslenski flórgoðinn er að mestu farfugl og heldur til við Bretland og Frakkland yfir …

Sjáðu flórgoðann: Eini fiðraði goðinn á Íslandi Lestu meira

Black tailed

Sjáðu jaðrakaninn: farfugl á Íslandi

Jaðrakan (Limosa limosa islandica) tilheyrir ættbálki vaðfugla (Charadrii) og er af snípuætt (Scolopacidae). Hann er náskyldur stelk (Tringa totanus) og spóa (Numenius phaeopus) innan undirættarinnar Tringinae. Undirtegund þessi verpir nær eingöngu á Íslandi en finnst þó á dreif um Vestur- og Mið-Evrópu aðallega í Hollandi og austur um Rússland. Jaðrakaninn er farfugl og halda íslenskir …

Sjáðu jaðrakaninn: farfugl á Íslandi Lestu meira

Hettumáfur: Minnsti máfur Íslands

Hettumáfur (áður Larus ridibundus, samheiti Chroicocephalus ridibundus) er af máfaætt (Laridae) og ættkvíslinni Chroicocephalus en henni tilheyra litlir til meðalstórir máfar sem flestir skarta einhverskonar kollhúfu eða hettu. Áður voru þessar tegundir innan Larus ættkvíslarinnar sem inniheldur hina eiginlegu máfa. Hettumáfur er útbreiddur og verpir víða í Evrópu, Asíu og við austurströnd Kanada. Hettumáfur er nettur og …

Hettumáfur: Minnsti máfur Íslands Lestu meira

Sjáðu teistuna: Friðsæl og falleg

Teista (Cepphus grylle) er af ætt svartfugla (Alcidae) ásamt lunda (Fratercula arctica), langvíu (Uria aalge), stuttnefju (Uria lomvia), álku (Alca torda) og hinum sjaldgæfa haftyrðli (Alle alle). Þetta er arktísk fuglategund sem finnst víða við strendur norður Atlantshafsins og norður Ameríku. Til eru 5 undirtegundir af teistu í heiminum og er sú íslenska talin sér …

Sjáðu teistuna: Friðsæl og falleg Lestu meira

Sjáðu helsingjann: Nýlegur varpfugl á Íslandi

Helsingi (Branta leucopsis) er andfugl (Anatidae) af ættkvísl svartra gæsa (Branta) sem eru oft kenndar við nýja heiminn í vestri. Gráar gæsir (Anser) eru hins vegar kenndar við gamla heiminn í austri. Ættkvíslirnar blandast svo á nyrstu búsvæðunum. Helsingi er hánorræn tegund en þrír vel aðskildir stofnar finnast á norðurslóðum. Einn stofn verpir í Norðaustur-Grænlandi, …

Sjáðu helsingjann: Nýlegur varpfugl á Íslandi Lestu meira

Translate »