Edda

Sjáðu helsingjann: Nýlegur varpfugl á Íslandi

Helsingi (Branta leucopsis) er andfugl (Anatidae) af ættkvísl svartra gæsa (Branta) sem eru oft kenndar við nýja heiminn í vestri. Gráar gæsir (Anser) eru hins vegar kenndar við gamla heiminn í austri. Ættkvíslirnar blandast svo á nyrstu búsvæðunum. Helsingi er hánorræn tegund en þrír vel aðskildir stofnar finnast á norðurslóðum. Einn stofn verpir í Norðaustur-Grænlandi, …

Sjáðu helsingjann: Nýlegur varpfugl á Íslandi Lestu meira

Sjáðu æðarfuglinn: Verðmætasti fugl á Íslandi

Æðarfugl (Somateria mollissima borealis) er af ætt sjóanda (Merginae). Æðafugl er ein fárra andategunda sem elur allan aldur sinn á sjó og minnir því um margt á sjófugl frekar en önd. Hann hefur t.d. saltkirtla, líkt og svartfugl og mávur, sem gerir honum kleift að drekka sjó og losa saltið út. Til eru 5-6 undirtegundir …

Sjáðu æðarfuglinn: Verðmætasti fugl á Íslandi Lestu meira

Sjáðu skúminn: Sjóræningi við Íslandsstrendur

Skúmur (Catharacta skua, einnig Stercorarius skua) tilheyrir ættbálki strandfugla (Charadriiformes) innan kjóaættarinnar (Stercorariidae). Skúmur er um margt merkilegur fugl. Hann líkist annars vegar stórum máfi, þreklega vaxinn með sundfit á milli tánna, og hins vegar hreinræktuðum ránfugli. Skúmurinn er með óvenju beittar klær og krókbogið nef sem gerir honum kleift að drepa og rífa í …

Sjáðu skúminn: Sjóræningi við Íslandsstrendur Lestu meira

Sjáðu haförninn: Konung íslenskra fugla

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er títt nefndur konungur íslenskra fugla, enda er fullvaxta örn mikilfenglegur í sjón. Íslenski örninn er af haukaætt (Accipitridae) og er eini fulltrúi ættarinnar hér á landi. Íslenski arnarstofninn í hættu Örninn er áhugaverður fugl og saga hans er ekki síður merkileg. Hún markast af gengdarlausu hatri og ofsóknum manna gegn erninum …

Sjáðu haförninn: Konung íslenskra fugla Lestu meira

Sjáðu grágæsina: Stærsta gráa gæs veraldar

Grágæsin (Anser anser) tilheyrir fjölskyldu andfugla (Anatidae) eins og endur og svanir, en er af ættkvísl grárra gæsa (Anser) ásamt 11 öðrum tegundum. Grágæs er stærsta tegundin innan ættkvíslarinnar og stærsta gæs landsins. Fullorðinn fugl vegur 3-4 kg og er 70-90 cm að lengd. Kynin eru eins útlits en karlfuglinn er sjónarmun stærri. Grágæsin er …

Sjáðu grágæsina: Stærsta gráa gæs veraldar Lestu meira

Dansleikur: Líflegt listaverk hjá Perlunni

Fjórar bronslitar persónur dansa við vindinn og söng fuglanna á toppi Reykjavíkur, við hlið Perlunnar. Flestum stekkur bros á vör, enda er verkið líflegt og virðist nánast bjóða vegfarendum upp í dans. Margir koma til að sjá náttúrusýningarnar í Perunni en finnst upplifunin hefjast strax hjá Dansleiknum. Dansandi frá 1970 Verkið Dansleikur samanstendur af fjórum …

Dansleikur: Líflegt listaverk hjá Perlunni Lestu meira

Sjáðu spóann: Hann er Íslendingur og Afríkubúi

Spóinn (Numenius phaeopus islandicus) er af ættbálki vaðfugla (Charadriiformes) og snípuætt (Scolopacidae). Fulltrúar snípuættarinnar hér á landi eiga það sameiginlegt að vera farfuglar með sérhæfðan gogg til að afla hryggleysingja sem fæðu. Þessi sérhæfði goggur gerir það að verkum að margar tegundir vaðfugla geta sótt fæðu á sama svæði án þess að vera í samkeppni …

Sjáðu spóann: Hann er Íslendingur og Afríkubúi Lestu meira

Sjáðu álftina: Er hún ekki ævintýralega falleg?

Það er eitthvað rómantískt og ævintýralegt við svani (Cygnus) enda koma þeir fyrir í fjölmörgum sögum sem tákn hreinleika og sakleysis. Trygglyndi svanapara við hvort annað og sinn varpstað er vel þekkt og höfðar sterkt til okkar mannanna. Álft (Cygnus cygnus) er af ættbálki andfugla (Anseriformes) ásamt gæsum og ýmisskonar öndum en telst ein til …

Sjáðu álftina: Er hún ekki ævintýralega falleg? Lestu meira

Prófíll: Ragnar Th. ljósmyndari

Ragnar Th. Sigurðsson hefur starfað með Toyota, Royal Geographical Society, Discover the World, og nú – Perlunni. Hann sérhæfir sig í náttúruljósmyndun, einkum á norðurslóðum, og er einn fremsti ljósmyndari okkar Íslendinga í því fagi. Sérstaða í bransanum Ragnar varð fljótt frumkvöðull í íslenskri ljósmyndun þar sem hann nýtti snemma stafrænan búnað við ljósmyndun og …

Prófíll: Ragnar Th. ljósmyndari Lestu meira

Sjáðu stelkinn: Lítill og hávær

Þetta er stelkurinn Stelkur (Tringa totanus) er af snípuætt (Scolopacidae) vaðfugla (Charadriiformes). Vaðfuglar eru farfuglar og koma til landsins í stórum hópum á vorin en fara þegar fer að hausta. Þó vaðfuglar ferðist margir saman og séu félagslyndir verpa þeir ekki í eiginlegum vörpum heldur dreift á láglendi. Fulltrúar snípuættarinnar á Íslandi eru ásamt stelknum, …

Sjáðu stelkinn: Lítill og hávær Lestu meira

Translate »