Persónuverndarstefna
Perlan („við“, „okkur“ eða „okkar“) rekur vefsíðuna https://perlan.webdev.is website („þjónustuna“).
Þessi síða upplýsir þig um stefnu okkar varðandi söfnun, notkun og birtingu persónuupplýsinga þegar þú notar þjónustuna.
Við munum ekki nota né deila upplýsingum þínum með neinum, nema með þeim hætti sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu.
Við nýtum persónuupplýsingar þínar til að veita og bæta þjónustuna. Þú samþykkir söfnun og notkun upplýsinga í samræmi við þessa stefnu með því að nota þjónustuna. Ef ekki er kveðið á um annað í þessari persónuverndarstefnu hafa skilmálar sem notaðir eru í persónuverndarstefnunni sömu merkingu og í skilmálum okkar og skilyrðum sem finna má á https://perlan.webdev.is
Söfnun og notkun upplýsinga
Við notkun þjónustunnar gætir þú verið beðin(n) um að veita okkur ákveðnar persónugreinanlegar upplýsingar, sem nota má til að hafa samband við þig eða auðkenna þig. Persónugreinanlegar upplýsingar geta falið í sér, en takmarkast ekki við, nafn þitt, símanúmer, heimilisfang, aðrar upplýsingar („persónuupplýsingar).
Skráningargögn
Við söfnum upplýsingum sem vafri þinn sendir þegar þú heimsækir þjónustuna („skráningargögn“). Þessi skráningargögn geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu þína, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar þinnar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum og önnur talnagögn.
Fótspor
Fótspor eru skrár sem innihalda smávægilegt gagnamagn, sem getur innihaldið nafnlaust og einstakt auðkenni. Fótspor eru send vafra þínum af vefsíðu og geymd á harða disknum í tölvunni þinni.
Við notum „fótspor“ til að safna upplýsingum. Þú getur stillt vafrann þannig að hann hafni öllum fótsporum eða gefi til kynna þegar fótspor eru send. Ef þú hins vegar hafnar fótsporum gætir þú farið á mis við suma hluta þjónustu okkar.
Þjónustuveitur
Við gætum notast við fyrirtæki þriðja aðila og einstaklinga til að auðvelda þjónustu okkar, til að veita þjónustu fyrir okkar hönd, til að inna af hendi þjónustu þar að lútandi eða til að aðstoða okkur við að greina hvernig þjónusta okkar er notuð.
Þessir þriðju aðilar hafa aðgang að persónuupplýsingum þínum einvörðungu til að vinna þessi verk fyrir okkar hönd og er þeim óheimilt að afhenda þær eða nota í nokkrum öðrum tilgangi.
Öryggi
Öryggi persónuupplýsinga þinna er okkur mikilvægt, en mundu að engin aðferð við að senda gögn um Internetið eða aðferð við rafræna geymslu er 100% örugg. Þó að við leggjum áherslu á að nota viðskiptalega viðurkenndar aðferðir við að vernda persónuupplýsingar þínar getum við ekki ábyrgst algjört öryggi þeirra.
Tenglar á aðrar síður
Þjónusta okkar getur haft að geyma tengla á aðrar síður sem við stjórnum ekki. Smellir þú á tengil frá þriðja aðila, verður þér beint á síðu þess þriðja aðila. Við mælum eindregið með því að þú skoðir persónuverndarstefnu hverrar síðu sem þú heimsækir.
Við höfum enga stjórn yfir og tökum enga ábyrgð á innihaldi, persónuverndarstefnum eða verklagi nokkurrar síðu eða þjónustu frá þriðja aðila.
Persónuvernd barna
Þjónusta okkar tekur ekki til nokkurs einstaklings sem er yngri en 13 ára („börn“).
Okkur vitanlega söfnum við ekki persónugreinanlegum upplýsingum frá börnum yngri en 13 ára. Sért þú foreldri eða forráðamaður og vitir til þess að barn þitt hafi veitt okkur persónuupplýsingar skaltu hafa samband við okkur. Verðum við þess áskynja að barn yngra en 13 ára hafi veitt okkur persónuupplýsingar munum við tafarlaust eyða slíkum upplýsingum af vefþjónum okkar.
Breytingar á þessari persónuverndarstefnu
Við gætum uppfært persónuverndarstefnu okkar við og við. Við munum tilkynna þér um allar breytingar með því að birta nýja persónuverndarstefnu á þessari síðu.
Þér er ráðlagt að lesa þessa persónuverndarstefnu við og við til að kanna hvort breytingar hafi orðið. Breytingar á þessari persónuverndarstefnu taka gildi þegar þær eru birtar á þessari síðu.
Hafðu samband
Hafir þú einhverjar spurningar varðandi þessa persónuverndarstefnu skaltu hafa samband við okkur.